Hundamítill í hundi á Selfossi

Hundaeigendum er bent á að vera vakandi fyrir mítlinum.
Hundaeigendum er bent á að vera vakandi fyrir mítlinum.

Brúni hundamítillinn (Rhipicephalus sanguineus) fannst á hundi sem farið var með nýverið til skoðunar til dýralæknis á Selfossi vegna kláða og húðvandamála.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Þessi mítlategund hefur aðeins greinst í örfá skipti hér á landi og er ekki talin landlæg. Hundaeigendum er bent á að vera vakandi fyrir þessu sníkjudýri og hafa samband við dýralækni ef þeir verða varir við mítla eða eitthvað grunsamlegt í feldi hunda sinna.

Nærist helst á hundum

Brúni hundamítillinn nærist helst á hundum en getur lagst á önnur spendýr, svo sem nagdýr. Meindýr eins og þessi mítill geta borist með fólki og farangri þess frá útlöndum þar sem hann er landlægur, sér í lagi með því sem hefur verið í snertingu við dýr eða nálægt dýrum.

Matvælastofnun mun fyrirskipa að dýr sem mítillinn hefur greinst á verði einangruð frá öðrum dýrum, þangað til viðurkennd lyfjameðhöndlun er hafin og orðin virk.

Ef hundamítill greinist þarf að tilkynna það tafarlaust til Matvælastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert