Gatnagerð og -viðgerðir í Reykholti, Laugarási og Laugarvatni, endurbætur á skólahúsum og íþróttamannvirkjum og endurbygging á sundlauginni í Reykholti. Jarðborun eftir auknu heitu vatni og úrbætur á veitukerfi á þéttbýlisstöðum. Þetta eru helstu punktarnir um framkvæmdir í Bláskógabyggð á næsta ári, skv. fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem nú hefur verið samþykkt.
Samanlagður kostnaður við fjárfestingar þessar og annað er áætlaður um 547 milljónir króna.
Ráðgert er að selja gamla leikskólann í Reykholti svo og hús á Laugarvatni sem Ungmennafélag Íslands leigir af Bláskógabyggð fyrir ungmennabúðir. Umræddar byggingar, sem áður hýstu starfsemi Íþróttakennaraskóla Íslands, hafa verið til sölu um skeið, en ytri aðstæður verið þannig að sala hefur ekki náð í gegn.
Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.