Þurfti að svara boði fyrir kosningarnar

Halla Tómasdóttir fór ekki til Frakklands.
Halla Tómasdóttir fór ekki til Frakklands. mbl.is/Karítas

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, þurfti að taka endanlega afstöðu til boðs Frakklandsforseta um að vera viðstödd enduropnun Notre Dame-dómkirkjunnar í París, og staðfesta að hún myndi þiggja boðið, ekki síðar en 27. nóvember sl., þ.e. þremur dögum fyrir boðaðar kosningar til Alþingis. Var sú ósk forsetaskrifstofu Frakklands. Þetta segir í svari skrifstofu forseta Íslands við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Afþakkaði forseti boðið, svo sem kunnugt er.

Opnunarhátíðin fór fram 7. desember, en þann 3. desember veitti forseti Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar.

Segir í svarinu að heimsóknir þjóðhöfðingja séu alla jafna skipulagðar með nokkrum fyrirvara í samráði við prótókollskrifstofu gestgjafaríkisins. Þegar taka þurfti endanlega afstöðu til boðsins voru nokkrir dagar fram að kosningum á Íslandi og ómögulegt að vita fyrir víst hvernig málin myndu þróast fyrstu dagana þar á eftir.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert