Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, brá á leik á fundi borgarstjórnar í dag. Hann setti bláa hárkollu.
Ljósmyndari mbl.is náði ljósmynd af hárkollunni hjá Hjálmari ásamt skemmtilegri mynd sem var í ramma á borðinu hjá honum.
Hjálmar útskýrir í samtali við mbl.is að hann hafi fengið hárkolluna og myndina í jólavinagjöf.
„Jólavinurinn er enn á huldu en fær fullt hús stiga hjá mér,“ segir hann.