Var vopnaður hnífi

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni við Miklubraut í gær.
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni við Miklubraut í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingurinn, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveit ríkislögreglunnar yfirbuguðu við Miklubraut í Reykjavík í gær með því að beita rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi, var vopnaður hnífi.

Þetta staðfestir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is. Hún segir að aðgerðin hafi gengið vel en ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert