Sigurður Fannar Þórsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað dóttur sinni, Kolfinnu Eldeyju, við Krýsuvíkurveg í september, mætti ekki í Héraðsdóm Reykjaness í dag er málið var þingfest.
Að sögn Snorra Sturlusonar, lögmanns Sigurðar, hefur Sigurður ekki tekið afstöðu um sök í málinu.
Málið verður tekið fyrir 17. janúar og verður þá ákveðið hvort þinghald verði lokað eða ekki.
Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í september, en þjóðin var slegin óhug þegar lögregla tilkynnti að lík stúlku á grunnskólaaldri hefði fundist skammt frá Krýsuvíkurvegi.
Lögreglan greindi frá því síðar að faðir stúlkunnar, sem var tíu ára gömul, væri grunaður um að hafa banað henni. Hann hafði haft samband við lögregluna og vísað á líkið.