Ekki tekið afstöðu um sök

Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður Fannar mætti ekki til …
Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sigurður Fannar mætti ekki til þingfestingar málsins. mbl.is/Eggert

Sigurður Fannar Þórsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað dóttur sinni, Kolfinnu Eldeyju, við Krýsuvíkurveg í september, mætti ekki í Héraðsdóm Reykjaness í dag er málið var þingfest. 

Að sögn Snorra Sturlusonar, lögmanns Sigurðar, hefur Sigurður ekki tekið afstöðu um sök í málinu.

Málið verður tekið fyrir 17. janúar og verður þá ákveðið hvort þinghald verði lokað eða ekki. 

Þjóðin slegin óhug

Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í september, en þjóðin var slegin óhug þegar lögregla tilkynnti að lík stúlku á grunnskólaaldri hefði fundist skammt frá Krýsu­vík­ur­vegi.

Lög­regl­an greindi frá því síðar að faðir stúlk­unn­ar, sem var tíu ára gömul, væri grunaður um að hafa banað henni. Hann hafði haft sam­band við lög­regl­una og vísað á líkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert