Ný gjöld á nikótínvörur taka gildi um áramót

Hækkunin nemur 8 til 20 krónur á hvert gramm eftir …
Hækkunin nemur 8 til 20 krónur á hvert gramm eftir styrkleika vörunnar. AFP

Skattabreytingar taka gildi um áramót þar sem meðal annars barnabætur verða hækkaðar, ný gjaldtaka tekur gildi á nikótínvörur auk þess sem virðisaukaskattur tekur aftur gildi á ákveðnar hjólavörur. 

Tekjuskattsprósenta einstaklinga helst óbreytt á milli ára og sömuleiðis hámarksútsvar sveitarfélaga. Þá munu viðmiðunarfjárhæðir þrepaskatts einstaklinga hækka um 5,8 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands

Reiðhjól hækka í verði

Eins og fyrr segir hækka barnabætur um áramót en nú á árinu voru gerðar breytingar á barnabótakerfinu sem töldust hluti af stuðningi ríkisstjórnarinnar vegna langtímakjarasamninga á vinnumarkaði í mars 2024. Með breytingunum voru árleg framlög til stuðnings við barnafjölskyldur í gegnum barnabótakerfið aukin.

Á næsta ári verða framlögin aukin enn frekar auk þess sem að skerðingarmörk til barnabóta verða hækkuð í samræmi við þróun verðlags og launa. Þá verða barnabætur einnig greiddar á fæðingarári barns. 

Um áramótin fellur úr gildi heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt af ýmsum gerðum hjóla og munu hjól því bera 24% virðisaukaskatt á. Það má því búast við því að hjól, til dæmis reiðhjól og rafmagnshjól, hækki töluvert í verði á nýju ári. 

Reiðhjól gætu hækkað töluvert í verði.
Reiðhjól gætu hækkað töluvert í verði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kolefnisgjald hækkar um tæp 60%

Kolefnisgjald hækkar um 59% en engar breytingar verða gerðar á kílómetragjaldi sem er lagt á hreinorku- og tengiltvinnabíla. Þá munu krónugjöld hækka um 2,5%.

Gjald verður nú lagt á nikótínvörur. Það eru nikótínpúðar og rafrettur. Gjaldið verður lagt á bæði innfluttar vörur og þær sem framleiddar eru hér á landi. Hækkunin nemur átta til 20 krónum á hvert gramm sem fer eftir styrkleika á vöru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert