Samskip kærir úrskurð héraðsdóms gegn Eimskip

Málinu var vísað frá fyrr í mánuðinum.
Málinu var vísað frá fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Samskip

Samskip hf. hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar þar sem máli Samskipa gegn Eimskipafélagi Íslands hf. og Vilhelmi Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskips, var vísað frá 11. desember síðastliðinn. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallarinnar.

Í frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að kröfur Samkeppniseftirlitsins voru að viðurkennt yrði fyrir dómi að Eimskip og Vilhelm bæru óskipta bótaábyrgð á tjóni Samskipa eftir að Eimskip og samkeppniseftirlitið gerðu með sér sátt þar sem Eimskip gekkst við því að hafa átt í samráði við Samskip á tímabilinu 2008 til 2013. 

Þar segir jafnframt að Samskip hafi krafist bótaskyldu án fjárhæðar „vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið 2021.“

Taldi Héraðsdómur Samskip ekki hafa gert nægilega vel grein fyrir meintu tjóni sínu og að kröfur á hendur Vilhelm væru vanreifaðar. Samskip hafi ekki með fullnægjandi hætti gert grein fyrir hvernig sú háttsemi hans að undirrita sáttina hafi farið gegn skyldum hans eða umboði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert