Starfsstjórn fundar líklega í síðasta sinn

Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar á síðsta fundi sínum að öllum líkindum.
Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar á síðsta fundi sínum að öllum líkindum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fundaði að öllum líkindum í síðasta sinn klukkan 10 í morgun.

Allir ráðherrar mættu til leiks á fundinn fyrir utan Ásmund Daða Einarsson, mennta- og barnamálaráðherra.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sleit stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna 13. október.

Tók starfsstjórnin við 17. október og tóku ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar við ráðherraembættum Vinstri grænna.

Formenn þeirra þriggja flokka sem staðið hafa í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarnar vikur stefna á að kynna nýjan stjórnarsáttmála um helgina. Það virðist því vera sem þetta gæti orðið síðasti fundur starfsstjórnarinnar.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á leið á fundinn í morgun.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á leið á fundinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir til fundar.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir til fundar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert