„Ég gerði mitt besta til að hjálpa til“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir það fyrrum lögreglustarfi sínu að þakka að hún kunni Heimlich-aðferðina sem hún notaði til að bjarga mannslífi í gær. Hún vonast til að atvikið hvetji fólk til þess að fara á skyndihjálparnámskeið.

Í samtali við mbl.is segist Áslaug hafa verið stödd á veitingastað í gær þegar skyndilega hafi staðið í konu á staðnum.

„Það var búið að hringja á sjúkrabíl en það þurfti meira til þannig ég bara gerði mitt besta til að hjálpa til.“

„Getur reynst mjög mikilvægt“

Hvar lærðir þú þessa aðferð?

„Ég var í lögreglunni í tvö ár og kann að nota Heimlich-aðferðina til þess að losa um ef það stendur í fólki, sem getur reynst mjög mikilvægt.“

Segist Áslaug hafa verið umhugað um heilsu konunnar og að allt hafi farið vel að lokum.

„Ég vona að þetta hvetji fólk til þess að fara á skyndihjálparnámskeið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka