Í dag er spáð hæg breytilegri átt en smám saman norðan og norðvestanátt síðdegis, 10-18 m/s undir kvöld, en 15-20 m/s á Snæfellsnesi.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að búast megi við él í flestum landshlutum, en þurrt að mestu suðaustantil.
Hiti verður nálægt frostmarki yfir daginn, en frystir í kvöld.
Á morgun verður suðvestlæg átt 3-10 m/s, en norðvestan 13-20 m/s um landið austanvert framan af degi.
Áfram verður él, en lengst af þurrt suðaustanlands.