Fráfarandi ráðherrar og einn fyrrverandi óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í sínum störfum á samfélagsmiðlum.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, skrifar í færslu á Instagram að hún óski nýrri stjórn velfarnaðar.
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og fyrrverandi innviðaráðherra, ritaði færslu á Facebook þar sem hún gerði hið sama.
Þá birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu þar sem hún þakkaði fyrir sig.