Guðmundur Ingi áfram þingflokksformaður

Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins, verður áfram þingflokksformaður flokksins.

Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, í Silfrinu hjá Ríkisútvarpinu í kvöld.

Guðmundur hefur verið þingflokksformaður flokksins frá árinu 2018.

Óákveðið hver formaður þingflokks Samfylkingarinnar verður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, greindi frá því fyrr í dag að Sigmar Guðmundsson yrði þingflokksformaður flokksins.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, hefur ekki ákveðið hver verður þingflokksformaður flokksins.

Formenn flokkanna greindu jafnframt frá því í kvöld að fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnarinnar verði á mánudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka