Gul viðvörun á Þorláksmessunótt

Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun gengur í gildi klukkan eitt aðfaranótt mánudags, Þorláksmessu, vegna suðaustanstorms. 

Viðvörun gengur fyrst í gildi á Breiðafirði þar sem búast má við 15-23 m/s, með vindhviðum að 35-40 m/s á Snæfellsnesi.

Klukkan tvö aðfaranótt mánudags taka síðan í gildi viðvörun á Faxaflóa og Miðhálendinu.

Á Faxaflóa má búast við 15-23 m/s, með vindhviðum að 35-40 m/s við fjöll og á Miðhálendinu má búast við 18-25 m/s og litlu skyggni í snjókomu eða skafrenningi. 

Á Suðurlandi gengur viðvörun í gildi klukkan þrjú og má þá búast við 15-23 m/s, með vindhviðum að 35 m/s við fjöll. 

Þá bætast við viðvaranir á Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur. Þar má búast við 15-23 m/s með vindhviðum að 35-40 m/s við fjöll.

Viðvaranirnar ganga síðan úr gildi með morgninum á Þorláksmessu, sú síðasta klukkan 12 á hádegi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka