Tjón bænda nam rúmum milljarði

Víða á Norðurlandi komu ræktarlönd illa undan síðasta vetri og …
Víða á Norðurlandi komu ræktarlönd illa undan síðasta vetri og einnig urðu garðyrkjubændur fyrir búsifjum vegna uppskerubrests sökum kulda. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

Skráð heildartjón bænda vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á þessu ári er áætlað rúmur milljarður króna og tekur til tjóns á 375 búum, að mati Bændasamtaka Íslands og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Mesta tjónið varð á búum þar sem stunduð er sauðfjárrækt, en það er metið 47% af heildinni, en tjón varð þar aðallega vegna minni afurða og búfjár sem drapst.

Þetta kemur fram í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Í garðyrkju varð afurðatjónið litlu minna, en það varð einkum vegna ónýtrar kartöfluuppskeru og annars útiræktaðs grænmetis og er metið 46% af heildinni. Þá standa eftir 7% sem rekja má til kostnaðar við endursáningar í jarðrækt og dauðra nautgripa og hrossa.

Greiðslur vegna kaltjóna eru á vegum Bjargráðasjóðs en greiðslur vegna kuldakastsins eru á vegum matvælaráðuneytisins. Frestur til að skrá kal rann út 31. ágúst síðastliðinn, en frestur til að skrá tjón vegna kuldakasts þann 1. nóvember.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka