Borgin hefði þurft að breyta aðalskipulagi

Samkvæmt reglugerð á að sýna á afstöðumynd mannvirki sem eru …
Samkvæmt reglugerð á að sýna á afstöðumynd mannvirki sem eru 30 metra frá fyrirhugaðri byggingu. Það var ekki gert með Álfabakka 2. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir að í fljótu bragði sýnist sér að sú landnotkun sem birtist í framkvæmdinni við vöruhúsið, kjötvinnsluna og iðnaðareldhúsið við Álfabakka 2 standist ekki Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, en samkvæmt því er um að ræða miðsvæði.

„Miðsvæði á að þjóna borgarhlutanum með fjölbreyttri verslun, sérverslun og þjónustu, skrifstofum, stofnunum og afþreyingu. Þar er einnig gert ráð fyrir matvötuverslunum og veitingastöðum. Þessi landnotkun gefur fyrirheit um líflegt hverfi sem íbúar eiga jafnan daglegt erindi til,“ segir Hilmar.

Hann segir að athafnasvæði sé annars konar svæði.

„Þar er fyrst og fremst komið fyrir umboðs- og heildverslunum og rýmisfrekri verslun og iðnaði og húsnæði af þessari stærðargráðu.“

Erlendur Gíslason
Erlendur Gíslason mbl.is

Samþykkt gögn stóðust ekki byggingarreglugerð

Hilmar segir að teikningarnar sem lagðar voru fyrir byggingarfulltrúa standist ekki byggingarreglugerð.

„Samkvæmt reglugerð á að sýna mannvirki sem eru 30 metra frá fyrirhugaðri byggingu á afstöðumynd. En afstöðumyndin sem liggur hjá byggingarfulltrúa sýnir ekki nein önnur mannvirki, rétt eins og húsið sé eyland. Á afstöðumyndinni hefði átt að sýna Búsetahúsið en það er ekki gert. Teikninguna átti ekki að stimpla af því að hún var ekki í lagi og byggingarfulltrúi þarf að svara fyrir það.“

Ekki samkvæmt lögum

Erlendur Gíslason lögmaður Búseta segir að ekki verði annað ráðið en að húsnæðið við Álfabakka 2a-2d, sem er hannað sem kjötvinnsla, iðnaðareldhús og vöruhús með skrifstofum sem aukarými, geti hvorki talist í samræmi við aðal- né deiliskipulag.

„Af því leiðir að breyta hefði þurft aðalskipulagi samhliða deiliskipulagi áður en t.d. byggingarleyfi var gefið út. Sama á við ef það á að gefa út starfsleyfi fyrir slíka starfsemi í húsnæðinu. Slíkar breytingar hefðu því þurft að fara í gegnum hefðbundna málsmeðferð samkvæmt skipulagslögum sem á að viðhafa við breytingar á skipulagi og m.a. kynna og auglýsa tillögurnar.“

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka