Konfekt, þrjú börn, kall og hundur

Karen stendur í ströngu fyrir jólin að búa til heimagert …
Karen stendur í ströngu fyrir jólin að búa til heimagert konfekt. mbl.is/Ásdís

Handgert konfekt í öllum regnbogans litum setur Karen Eva Harðardóttir í litlar fallegar öskjur sem hún svo selur fyrir jólin. Karen býr á Selfossi þar sem hún starfar sem bakari hjá Almari bakara, en útibúin hans eru í Hveragerði, á Selfossi og á Hellu. Karen unir sér vel í vinnunni þrátt fyrir að þurfa að vinna á nóttunni, en hún er með langa reynslu að baki, bæði sem bakari og sem eftirréttameistari Apóteksins í Reykjavík. Konfektgerðin fer fram í frítímanum og er ljóst á molunum að hér er listamaður á ferð.

Allt konfekt handgert

Karen byrjar að vinna annaðhvort klukkan tvö eða fimm á næturnar en auk þess er hún þriggja barna móðir. Ljóst er að það er nóg að gera hjá Karen en hún vílar það ekki fyrir sér. 

„Ég á þrjú börn, karl og hund. Allur pakkinn. Ég er með tvö börn undir þriggja ára, er í hundrað prósent vinnu og geri svo kon­fektið aukalega,“ segir hún og hlær.

„Ég var að opna Instagram-síðuna Konfekt by Karen Eva. Það hefur gengið ágætlega. Ég byrjaði á þessu í fyrra og seldi óvart um 120 kassa, sem ég bjóst ekki við,“ segir Karen.

Molarnir hennar Karenar eru fallegir!
Molarnir hennar Karenar eru fallegir!

„Allt konfektið er handgert og fimm mismunandi tegundir. Hver moli er með þrenns konar fyllingu og hugsunin er að hann sé eins og einn biti af eftirrétti. Ég nota litað kakósmjör sem ég set í formið og steypi svo súkklaðiskelina í. Svo fylli ég með alls konar fyllingum og loka svo molunum,“ segir hún.

„Ég er að hugsa um hvort ég eigi að búa til konfekt á öðrum tímum ársins líka, ef ég finn tíma.“

Ítarlegra viðtal er við Karen í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert