„Við í verkalýðshreyfingunni könnumst vissulega við mörg af þeim málum sem ríkisstjórnin setur á oddinn; atriði sem hafa lengi verið baráttumál okkur. Ég ætla þó ekki að fagna neinu fyrr en ég sé efndir,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ um stefnuská og áherslur nýrrar ríkisstjórnar.
Í stefnuyfirlýsingunni segir að fyrsta verk stjórnarinnar verði að ná stöðugleika í efnahagslífi með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Lífskjör verða bætt með samstöðu um þetta.
„Þetta er gott mál. Svo sjáum við að ríkisstjórnin ætlar að sjá til þess að auðlindir verði í eign þjóðarinnar sem fái afgjald. Nákvæmlega þetta atriði var til umfjöllunar á síðasta ársfundi okkar; hljómar því vel og kunnuglega í okkar eyrum og við styðjum málið,“ segir forseti ASÍ.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.