Flugeldar upp um 4% milli ára

Fjölskyldupakkarnir eru vinsælir en einnig eru svokallaðar kappatertur vinsælar og …
Fjölskyldupakkarnir eru vinsælir en einnig eru svokallaðar kappatertur vinsælar og svokölluð gos, en nýjungar þar verða í boði í ár. mbl.is/Hari

„Við kappkostuðum að vera komin með alla flugelda til landsins eins snemma og hægt var,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Við pöntuðum strax eftir áramót og það fer allt árið í skipulagningu á flugeldasölunni, sem er stærsta fjáröflun björgunarsveita landsins. Við fengum gámana í fyrra fallinu þetta árið, en þeir byrjuðu að berast til landsins síðsumars og yfir haustið.“

Jón Þór segir að töluverð hækkun hafi orðið á flutningsgjöldum um allan heim á þessu ári, en það sé m.a. ástæðan fyrir því að panta snemma svo hægt sé að fara ódýrustu leiðina með flugeldana, enda langur flutningur á sjó frá Kína til Íslands. „Við vorum með flugelda á óbreyttu verði um síðustu áramót og núna verður smávægileg hækkun, þó að við höldum henni talsvert undir vísitöluhækkunum landsins, eða um 4%.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert