Gat ekki slökkt á reykskynjara eftir eldamennsku

Slökkviliðið fór í Kópavoginn í nótt.
Slökkviliðið fór í Kópavoginn í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var boðað í fjölbýlishús í Kópavogi í nótt til að aðstoða íbúa einnar íbúðarinnar við að slökkva á reykskynjara.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu barst útkallið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Íbúinn hafði verið að elda þegar reykskynjarinn fór í gang og tókst íbúanum ekki að slökkva á honum.

Keyrði á umferðarskilti

Slökkviliðið sinnti einnig olíuhreinsun upp úr klukkan tíu í gærkvöldi eftir að fólksbíll keyrði á umferðarskilti. Ökumaðurinn slasaðist ekki og hringdi hann sjálfur á dráttarbíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert