Hækkun skilaði sér til bænda

Engar breytingar urðu á fyrirkomulagi slátrunar í haust.
Engar breytingar urðu á fyrirkomulagi slátrunar í haust. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ummæli Breka Karlssonar formanns Neytendasamtakanna í fréttum RÚV nýverið ekki standast skoðun.

Þar sagði Breki að eftir að lög um afurðastöðvar voru samþykkt hefðu komið fram miklar hækkanir á lambakjöti.

„Þar gilda ekki lengur samkeppnislög og þar af leiðandi engin samkeppni og hafa fyrirtækin séð sér hag í að hækka verð á lambakjöti. Ég hef ekki séð að það hafi skilað sér til bænda,“ sagði Breki í fréttum RÚV.

Rangar fullyrðingar

Eyjólfur Ingi segir að fullyrðingar Breka og fleiri aðila, um að verð hafi hækkað til neytenda vegna breytinga á búvörulögunum, séu ekki réttar.

„Lögin tóku gildi í byrjun apríl. Það voru engar breytingar á fyrirkomulagi slátrunar í haust og slátrað var í öllum sláturhúsum í haust eins og áður,“ segir Eyjólfur Ingvi ennfremur í samtali við Morgunblaðið. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert