Allt innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs. Icelandair hefur aflýst flugverðum til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða fyrir hádegi og sömu sögu er að segja um flug Mýflugs til Hornafjarðar og flug Norlandair til Bíldudals.
Flug Icelandair til Narsarsuaq á Grænlandi klukkan 12 er á áætlun samkvæmt vef Isavia en öllum ferðum flugfélaganna innanlands hefur verið frestað til klukkan 15.30 en þá er áætlað að flugvél Icelandair fljúgi frá Akureyri til Reykjavíkur.