Íslendingar vanir að klæða sig vel

Þorláksmessa hefur verið einn af stærstu dögum ársins fyrir verslunar- …
Þorláksmessa hefur verið einn af stærstu dögum ársins fyrir verslunar- og veitingamenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innlend netverslun hefur gengið afburða vel í aðdraganda jóla og hefur í ýmsu tilliti farið fram úr væntingum, sérstaklega í nóvember og byrjun desember.

Þetta segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við mbl.

„Það er ekki annað hægt að segja en að hún hafi gengið mjög vel,“ segir Benedikt.

Benedikt segir endanlegar sölutölur ekki liggja fyrir en innlend netverslun hafi farið mikið upp á við á þessu ári, þó að alþjóðleg samkeppni hafi auðvitað áhrif.

Miðbærinn á Þorláksmessu

Mik­ill mann­fjöldi sækir jafnan í miðbæ­inn á Þor­láks­messu­kvöld og segist Benedikt bjartsýnn á að hefðin haldi sínu striki. Hann hafi ekki miklar áhyggjur af veðurspá kvöldsins.

„Íslendingar eru nú vanir því að þurfa að klæða sig vel. Það er gífurleg stemning þarna niðri í miðbæ þegar vel af fólki mætir.“

Verslun hefur að jafnaði færst framar á árið að sögn Benedikts.

„Þannig að ég held að væntingar manna séu nú ekki að þetta verði eins stór verslunardagur og í gamla daga en menn eru samt bara bjartsýnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert