Óveður heldur Holtavörðuheiði lokaðri

Holtavörðuheiði verður lokuð í nótt. Mynd úr safni.
Holtavörðuheiði verður lokuð í nótt. Mynd úr safni. mbl.is/Gúna

Holtavörðuheiði verður ekki opnuð í kvöld vegna óveðurs og koma næstu upplýsingar klukkan átta í fyrramálið.

Þetta segir á umferðarvef Vegagerðarinnar.

Heiðinni var lokað fyrr í kvöld skömmu eftir að umferðaróhapp kom þar upp þegar rúta þveraði veginn.

Einnig hafði verið lokað á Laxárdalsheiði í kvöld og segir á vef Vegagerðarinnar að heiðin sé ófær.

Þá verður Öxnadalsheiði á óvissustigi til miðnættis, en þar er nú einnig ófært.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert