Öxnadalsheiði á óvissustigi

Öxnadalsheiði er á óvissustigi og gæti lokað með stuttum fyrirvara …
Öxnadalsheiði er á óvissustigi og gæti lokað með stuttum fyrirvara í kvöld. Mynd/Vegagerðin

Öxnadalsheiði er á óvissustigi og gæti lokað með stuttum fyrirvara seinna í kvöld en þar er hvassviðri, flughálka og skafrenningur.

Greint hefur verið frá að Holtavörðuheiðin sé nú lokuð en einnig hefur verið lokað fyrir umferð á Laxárdalsheiði. 

Óljóst er hvort Holtavörðuheiðin muni opna aftur í kvöld en þar varð umferðaróhapp fyrr í kvöld þar sem rúta þveraði veginn og eru, að sögn umferðarþjónustu Vegagerðarinnar, 37 m/s í hviðum á heiðinni.

Þá er mjög hvasst á Öxnadalsheiðinni þar sem einnig er hálka og skafrenningur. Heiðin er nú á óvissustigi en gæti lokað með stuttum fyrirvara en endanleg niðurstaða verður tekin af Vegagerðinni rétt áður en þjónustu hennar lýkur klukkan 22.

Þá minnir umferðarþjónustan landsmenn á umferdin.is og road.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um stöðu vega landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert