„Það er náttúrulega búin að vera mjög mikil traffík og mikið líf í húsinu og við erum að sjá meiri aðsókn heldur en í fyrra,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um ferðir landans í verslunarmiðstöðina á jólatímanum.
Eflaust hafa margir hverjir haldið í Kringluna til að versla jólagjafir í ár og þó að flestir hafi vonandi verið búnir í dag, degi fyrir jól, var nóg að gera og mikið líf þar að finna.
Þá stigu á stokk söngkonurnar Svala Björgvinsdóttir og Klara Einarsdóttir sem hluti af dagskrá dagsins.
Það er verið að hafa stemmningu,“ segir Inga.
Aðspurð hvernig henni finnist að sjá svo margt fólk koma saman í verslunarmiðstöðinni yfir jólatíðina segir Inga:
„Það er alveg geggjað. Þetta er náttúrulega okkar uppáhalds tími.“
Þá nefnir hún að vinna við jóladagskrána hefjist um mánaðarmótin á milli september og október en hluti af því er að koma fyrir hljóðfæraleik nánast hvern einasta dag auk alls kyns atriða.
Þá séu einnig alltaf settir upp alls konar básar og uppákomur.
„Þetta er alveg heljarinnar verkefni.“