Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) segir stéttarfélagið Eflingu reyna að fá sínum fram með því að nota fjölmiðla til þess að hræða fólka.
Samtökin segja Eflingu ekki hafa neitt haldbært um að kjarasamningur SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar stangist á við lög og því sé farin sú leið sem samtökin segja Eflingu þekkja.
Leið áróðurs, árása, hótana, útúrsnúninga og lyga.
Samtökin benda á að þau séu lítið félag sem hafi ekki sömu burði og Efling til þess að standa í sama áróðri og Efling gerir.
Þau segja þúsundi starfsmanna veitingageirans greiða í sjóði Eflingar um milljarð á ári og því er mikið undir fyrir stéttarfélagið að reyna að eyðileggja samninga með áróðri og árásum í fjölmiðlum til að halda í þá fjármuni.
Þau segja Eflingu ekki hafa gert tilraun til þess að ræða við SVEIT þrátt fyrir það að í SVEIT eru 176 rekstraraðilar og stærsti hluti veitingahúsa á Íslandi, með yfir 3.000 starfsmenn hjá Eflingu í vinnu.
Í því samhengi hvetur SVEIT til samstarfs á milli samtakanna og stéttarfélagsins.
Samtökin reka mál þriggja fyrirtækja sem og þar af tveggja sem fóru í þrot eftir að Efling beindi sjónum sínum að þeim.
Efling sakaði fyrirtækið Eldum rétt um þátttöku í mansali með tilheyrandi tjóni. Það mál fór fyrir dóm sem Efling tapaði.
Matvís fór hátt með fullyrðingar um skuldir veitingastaðarins Flame sem ollu skaða á orðspori staðarins og endaði á gjaldþroti þess. Flame fór í kjölfarið í mál vegna ummælanna og vann það.
Að lokum nefnir SVEIT mótmæli Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Ítalíu en starfsmenn Ítalíu biðluðu til Eflingar að hætta mótmælunum. Ekki varð af og fór staðurinn í þrot.
Samtökin benda á í samhengi við ofangreind dæmi að fullyrðingar Eflingar um nýgerðan samning Virðingar og SVEIT árétta fimm atriði.
SVEIT stofnaði ekki Virðingu stéttarfélag og er löglegt atvinnurekendafélag sem ræður því við hverja það semur.
Grunnlaun í dagvinnu eru hærri hjá Virðingu en Eflingu, tímakaup á kvöldin eru hærri hjá Virðingu en Eflingu og starfsmaður sem mætir til vinnu klukkan níu að morgni byrjar á álagi á sama tíma og starfsmaður hjá Eflingu.
„Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins ef þau telja hann ekki standast lög og leyfa veitingahúsum sem ekki hafa gert neitt af sér að starfa í friði,“ segir að lokum í tilkynningu.