Transavia fjölgar flugum frá Schiphol til KEF

Transavia tilheyrir KLM-samsteypunni og byrjaði áætlunarflug til Keflavíkur frá Amsterdam …
Transavia tilheyrir KLM-samsteypunni og byrjaði áætlunarflug til Keflavíkur frá Amsterdam sumarið 2019. AFP/Michel van Bergen

Hollenska flugfélagið Transavia mun halda áfram flugum frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam í Hollandi til Keflavíkurflugvallar. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga flugum um 25% á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia sem segir að flugferðirnar séu þegar komnar í sölu.

Fljúga sex sinnum í viku

Sem fyrr segir verður flugum fjölgað um 25% og flogið verður sex sinnum í viku yfir hásumar og fimm sinnum í viku utan þess.

Transavia tilheyrir KLM-samsteypunni og byrjaði áætlunarflug til Keflavíkur frá Amsterdam sumarið 2019.

Síðan þá hefur flugum fjölgað jafnt og þétt og verið heilsársflug síðan 2021.

„Við erum gríðarlega ánægð og þakklát að Transavia skuli hafa ákveðið að halda áfram með flugin milli Schiphol og Keflavíkur okkar farþegum til hagsbóta,“ er haft eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðaþróunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert