Farþegar komast heim fyrir jól

Guðni segir útlit fyrir að allir flugfarþegar komist á áfangastað …
Guðni segir útlit fyrir að allir flugfarþegar komist á áfangastað fyrir hátíðirnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Icelandair áætlar aukaflug frá Reykjavík til Akureyrar í dag og útfærir flug til annarra áfangastaða innanlands. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi segir útlit fyrir að allir flugfarþegar komist á áfangastað fyrir hátíðirnar.

Flogið var til Egilsstaða í gær en öllu öðru innanlandsflugi var aflýst vegna veðurs. Sendingar sem bárust flugfrakt fyrir hádegi í gær komast á áfangastað fyrir jól að sögn Guðna en afdrif annarra sendinga velta á flugi dagsins.

Millilandaflug gekk betur en flugi til landsins var seinkað í gærmorgun svo vélar kæmu inn þegar aðeins hafði lægt. 30-50 mínútna seinkun var frá Ameríku og til Evrópu svo farþegar næðu sínum tengingum. Segir Guðni næstu daga skoðast eftir veðurspá.

„Þegar veðurviðvörun er á öllu landinu er ókyrrð yfir því sem hefur oft sérstaklega áhrif á innanlandsflug. Auðveldara er að reka millilandaflug þar sem flogið er hærra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert