Þrengslin og Mosfellsheiði lokuð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Búið er að loka veginum um Þrengslin og Mosfellsheiði vegna veðurs. Fyrr í kvöld var veginum um Hellisheiði einnig lokað.

Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru einnig lokaðar og víða eru vegir á óvissustigi.

Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir vegna veðurs víða um landið fram á morgundaginn.

Á vef Vegagerðarinnar segir að ökumenn séu hvattir til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað og meðan á ferðalagi stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert