Hellisheiði og Þrengsli ekki opnuð í dag

Vefmyndavél Vegagerðarinnar á Hellisheiði. Séð til vesturs.
Vefmyndavél Vegagerðarinnar á Hellisheiði. Séð til vesturs. Skjáskot/Vegagerðin

Vegagerðin býst ekki við því að Hellisheiðin né Þrengslavegur verði opnuð í dag vegna spár um slæmt veður.

Bendir hún á Suðurstrandarveg til Grindavíkur sem hjáleið, þrátt fyrir að þar sé hvasst, hálka og éljagangur, að því er segir á vef Vegagerðarinnar umferdin.is.

Snjóþekja er víða á vegum á höfuðborgarsvæðinu og er Mosfellsheiði lokuð vegna veðurs.

Holtavörðuheiði og Brattabrekka eru sömuleiðis lokaðar en þær leiðir verða skoðaðar þegar veðrið gengur niður. Sömu sögu er að segja um Öxnadalsheiði sem er lokuð.

Víða þungfært og þæfingur

Reynisfjall er komið á óvissustig og gæti lokast með stuttum fyrirvara en þungfært er á Lyngdalsheiði.

Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi, Kleifaheiði, Hálfdáni, Mikladal og í Ísafjarðardjúpi. Víða er þungfært eða þæfingur.

Á Austurlandi er ófært á Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert