Vinnuveitendur gleðja margir starfsfólk sitt fyrir jólin og flestir þeirra gefa því jólagjöf. Í ár fellur enginn hátíðisdagur um jól og áramót á helgi og því minna en oft áður um að vinnuveitendur gefi auka frídaga yfir jólahátíðina.
mbl.is hefur tekið saman lista, sem þó er alls ekki tæmandi, yfir jólagjafir vinnustaða til starfsfólks í ár. Sendu endilega upplýsingar um jólagjafir á frettir@mbl.is.
Starfsfólk forsætisráðuneytisins fékk gjafakort í Epal að verðmæti 35 þúsund krónur og lakkrís frá Bülow á meðan starfsfólk heilbrigðisráðuneytisins fékk trébretti og gjafakort frá Kjötkompaní að verðmæti 30 þúsund krónur. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins fengu 25 þúsund króna gjafabréf í Kringluna.
RARIK gaf starfsfólki sínu val á milli matarpakka eða 30 þúsund króna gjafabréfs frá Yay á meðan starfsfólk Landsvirkjunar fékk 48 þúsund króna peningagjöf eftir skatta.
Reykjavíkurborg gaf starfsfólki einnig val. Stóð það á milli gjafakorts í Borgarleikhúsið eða á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Gjafakort í Nettó að verðmæti 8 þúsund krónur og miði fyrir tvo í Listasafnið á Akureyri var í jólapakka starfsmanna Akureyrarbæjar en Kópavogsbær gaf starfsfólki sínu 7 þúsund króna gjafabréf frá Yay. Reykjanesbær gaf gjafabréf sem gildir í verslunum bæjarins að verðmæti 12 þúsund krónur og Garðabær 15 þúsund króna gjafakort í Kringluna.
Gjafabréf að verðmæti 20 þúsund krónur frá Yay kom í hlut starfsmanna Strætó bs. og Betri samgöngur ohf. glöddu starfsfólk með 35 þúsund króna gjafabréfi sem gildir í verslunum í miðborg Reykjavíkur.
Þjóðskrá gaf starfsfólki einn frídag ásamt ferðatösku og í jólapakka starfsfólks frá Vegagerðinni leyndist Básar Merino-ullarbolur frá 66°Norður.
Starfsfólk Háskóla Íslands fékk gjafakort frá Yay að verðmæti 15 þúsund krónur og Hekla, Óskaskrín að verðmæti 16.900 krónur, var í jólapakka starfsfólks Listaháskóla Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands gladdi sína starfsmenn með gjafabréfi í Eymundsson.
Starfsmenn Arion banka höfðu val á milli gjafabréfs hjá Dineout, Garmin-búðinni, Berjaya hótelum á Íslandi og Sælkerabúðinni að verðmæti 60 þúsund krónur en Kvika banki gaf sínu fólki 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Þá fékk starfsfólk Kviku pott frá Le Creucet, skurðarbretti, krydd og lakkrís.
20 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og marmarabretti var undir tré starfsmanna Icelandair en 30 þúsund króna gjafabréf, sem gildir á veitingastaðina Fjallkonuna, Tres Locos, Tapas Barinn, Sæta svínið, Apótekið og Tapas barinn, fékk starfsfólk Play.
Landspítalinn gaf starfsfólki val á milli gjafabréfs frá verslunum Útilífs, 66°Norður og Kjötkompaní, Olifa Pizzeria eða Sky Lagoon en einnig var fólki boðið upp á að gefa andvirðið til góðgerðarmála þar sem Bergið headspace varð fyrir valinu í ár. Grundarheimilin gáfu sínu fólki 12.500 króna gjafabréf í Smáralind og Hrafnista gaf sínu fólki gjafakort hjá S4S.
Icepharma gaf sínu fólki 50 þúsund króna gjafabréf í Smáralind og Lyfjaval tvær vínflöskur og gjafabréf í Kringluna að fjárhæð 25 þúsund krónur. Lyfja gaf gjafabréf hjá Festi, sem gildir í ELKO, N1, Krónuna og Lyfju sjálfa.
Krónan og ELKO gáfu starfsmönnum sínum einnig gjafabréf hjá Festi og leiða má líkur að því að N1 hafi gert það sama. Starfsfólk Olís fékk 50 þúsund króna gjafakort í verslanir Olís, Hagkaupa og Bónuss.
Starfsmenn IKEA fengu eins og svo margir val. Gátu þeir valið á milli matarkarfa, 25 þúsund króna gjafabréfs frá IKEA og gjafabréfs frá S4S að sama verðmæti. Starfsfólk S4S fékk sömuleiðis gjafabréf frá fyrirtækinu.
Val á milli gjafabréfs frá Icelandair og Icewear að verðmæti 80 þúsund króna bauðst starfsfólki Símans en val á milli gjafabréfa frá S4S eða Högum bauðst starfsfólki Vodafone rétt eins og starfsfólki miðla Sýnar. Auk þess gaf Sýn starfsfólki tvo frídaga. Árvakur gaf starfsfólki sínu gjafakort í Bónus að verðmæti 30 þúsund ásamt belgísku konfekti og matreiðslubók. DV gaf sínu fólki 35 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og RÚV gaf gjafabréf í Borgarleikhúsið og konfektkassa. Heimildin gaf þá stóran matarpakka.
Fisk Seafood á Sauðárkróki gaf starfsfólki gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 125 þúsund krónur og Marel gaf sínu fólki 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og frídag 27. desember.
Starfsmenn Toyota fengu peningagjöf frá vinnuveitanda sínum, 300 þúsund krónur, og að auki gjafakort að verðmæti 50 þúsund krónur í Smáralind. Starfsfólk BL fékk gjafabréf í Kringluna að verðmæti 20 þúsund krónur.
VSB Verkfræðistofa færði starfsfólki sínu gjafabréf í Kringluna að verðmæti 100 þúsund krónur og Verkís verkfræðistofa sínu fólki 70 þúsund króna gjafabréf í Kringluna ásamt vali um gjafabréf frá nokkrum söluaðilum að verðmæti 35 þúsund krónur. Starfsfólk Eflu fékk þá val um gjafabréf frá Smáralind, Útilíf, Festi og fleirum.
Starfsfólk TVIST auglýsingastofu fékk 50 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum og starfsfólk Smitten bók og ipad.
Stoðtækjafyrirtækið Össur og Kynnisferðir gáfu sínu fólki 50 þúsund króna gjafabréf í Kringluna á meðan Fagkaup, sem rekur m.a. Johan Rönning, Sindra, Áltak, Varma, Hagblikk og Fossberg, gaf starfsfólki 150 þúsund krónur í peningum.
Starfsmenn Coca Cola fengu rauðvíns- og hvítvínsflösku í jólagjöf, kók í gleri og Víking jólabjór ásamt 15.000 króna gjafabréfi í Kringluna eða Glerártorg fyrir starfsfólk á starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri.
NetApp veitti starfsmönnum sínum 25 þúsund króna gjafabréf hjá Yay. Að auki gaf NetApp það sem nam um 100 dollurum sem hver starfsmaður gat ráðstafað til góðgerðamála að eigin vali.
Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gaf starfsmönnum sínum gjafakort. Hægt var að velja á milli gjafakorta frá S4S, Dorma, Húsgagnahöllinni, Betra bak, 66°Norður og Festi sem nam 30.000 krónum. KPMG gaf sínum starfsmönnum frídag og val um 35.000 króna gjafabréf hjá Útilíf eða 28.000 króna gjafabréf á Íslandshótel.