Skógaskóli seldur

Héraðsskólinn á Skógum var byggður eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og …
Héraðsskólinn á Skógum var byggður eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og tekinn í notkun árið 1949 en skólastarf lagðist af 1999. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjölskyldufyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu, hefur keypt hús Skógaskóla af íslenska ríkinu og áformar að hefja þar rekstur á gistiþjónustu næsta vor.

Einar Þór Jóhannsson, einn eigenda félagsins, segir að áformað sé að reka gistingu með morgunmat í Skógaskóla.

Hann segir að lagfæra þurfi húsið en það sé í þokkalegu standi, þar sé engan raka að finna og gluggar séu meira og minna heilir þótt skipta þurfi um gler. Kaupverð hússins var 300 milljónir króna.

Skógaskóli var tekinn í notkun árið 1949 en skólahald var aflagt 1999 og húsið hefur að mestu staðið autt síðan.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert