Í dag er spáð suðvestanátt og verður víða hvassviðri eða stormur með dimmum éljum. Á þetta sérstaklega við á sunnan- og vestanverðu landinu. Frost 0-5 stig.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
Á öðrum degi jóla er útlit fyrir stífa suðvestanátt en hvassvirði með suðuströndinni.
„Það hlýnar heldur og úrkoman fer yfir í slyddu og jafnvel rigningu sunnanlands. Snjókoma eða él í öðrum landshlutum en að mestu þurrt á Austurlandi,“ segir í hugleiðingunum.
Á föstudaginn verður minnkandi suðvestanátt með éljum, þó þurru veðri norðaustan til.