Lögreglan lokaði fyrir afgreiðslu víns

Rekstraraðilarnir brugðust vel við tilmælum lögreglu.
Rekstraraðilarnir brugðust vel við tilmælum lögreglu. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét loka fyrir afgreiðslu víns hjá nokkrum netverslunum í dag.

RÚV greinir frá þessu og staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þetta við miðilinn.

Þá er haft eftir Ásmundi að rekstraraðilar hafi orðið við tilmælum lögreglu og brugðist vel við. Ástæða þess að lögregla greip til þessara aðgerða hafi verið vegna reglna um að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar.

Netverslanir með áfengi hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri. Deilt er um lögmæti þeirra og hefur lögreglan rannsakað málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert