Myndir: Margir tóku þátt í árlegu kirkjuhlaupi

Á milli 350-450 manns tóku þátt í hlaupinu.
Á milli 350-450 manns tóku þátt í hlaupinu. mbl.is/Hákon

Í kringum 400 manns voru saman komnir í Seltjarnarneskirkju í morgun þegar árlega kirkjuhlaupið hófst.

Er þetta í 14. skiptið sem hlaupið er haldið en það hefst í Seltjarnarkirkju og er svo hlaupið hring þar sem farið er fram hjá 13 kirkjum á leiðinni.

Hlaupaleiðin er rúmlega 14 kílómetrar.
Hlaupaleiðin er rúmlega 14 kílómetrar. mbl.is/Hákon

Hlaupið er á vegum Trimmklúbbs Seltjarnarness og segir formaður klúbbsins, Ragnar Steinn Ragnarsson, mætinguna hafa verið vonum framar en klúbburinn átti von á minni mætingu en vanalega sökum veðurs.

Það var þó ekki raunin og segir Ragnar að um 350-450 hafi verið mættir sem sé svipað og undanfarin ár.

Hlaupurunum var boðið upp á kakó og kræsingar í kirkju …
Hlaupurunum var boðið upp á kakó og kræsingar í kirkju óháða safnaðarins. mbl.is/Hákon

Hlaup til að hafa gaman

Hlaupararnir hlaupa svo yfir 14 kílómetra þar sem farið er fram hjá ýmsum kirkjum á borð við Landakotskirkju, Hallgrímskirkju og Fossvogskapellunni.

Þá býður Dómkirkjan upp á tónlistaratriði fyrir utan kirkjuna þegar hlauparana ber að garði og einnig geta þeir litið inn í kaffi og smákökur hjá kirkju óháða safnaðarins.

Ekki er um keppnishlaup að ræða heldur hlaup til að …
Ekki er um keppnishlaup að ræða heldur hlaup til að hafa gaman. mbl.is/Hákon

„Þetta er ekki keppnishlaup heldur hlaup til að hafa gaman,“ segir Ragnar og tekur fram að reynt sé að halda hópinn á milli kirkja.

Þá var hlaupurunum svo boðið upp á kakó og smákökur þegar komið var aftur í hús Seltjarnarneskirkju að hlaupahringnum loknum.

Hressir hlauparar.
Hressir hlauparar. mbl.is/Hákon

Kirkjurnar á hlaupaleið hópsins eru alls þrettán talsins og eru eftirfarandi:

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Landakotskirkja, Dómkirkjan, Fríkirkjan, Kirkja aðventista, Hallgrímskirkja, Háteigskirkja, Kirkja óháða safnaðarins, Fossvogskapella, Kapellan Hlíðarenda, Háskólakapellan, Neskirkja, Seltjarnarneskirkja.

Öllum var boðið upp á kakó og smákökur í Seltjarnarneskirkju …
Öllum var boðið upp á kakó og smákökur í Seltjarnarneskirkju að hlaupi loknu. mbl.is/Hákon
mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert