Rúta hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú

Engin slys urðu á fólki.
Engin slys urðu á fólki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúta hafnaði utan vegar skammt frá Þjórsárbrú um hádegið. Engin slys urðu á fólki og var lögreglan aðeins kölluð til til að fylgjast með umferð á svæðinu.  

Þetta segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. 

Eins og fyrr segir urðu engin slys á fólki og segir Garðar að búið hafi verið að kalla til aðra rútu til að ferja farþegana áfram. 

Hann hafði ekki upplýsingar um hvort rútan hefði verið fjarlægð af vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert