Tveir farþegar og einn flugþjónn sem voru um borð í farþegaflugvélinni sem brotlenti í Kasakstan á leið frá Aserbaíjsan til Rússlands á miðvikudag segjast hafa heyrt háan hvell áður en vélin hrapaði.
Flugvél á vegum flugfélags Aserbaísjan hrapaði í vesturhluta Kasakstan á miðvikudag með þeim afleiðingum að 38 af 67 sem um borð voru í vélinni fórust.
Rannsókn á orsökum flugslyssins er þegar hafin en sumir flug- og hersérfræðingar segja að flugvélin gæti hafa verið skotin fyrir slysni af rússneskum loftvarnarkerfum þar sem hún var á flugi á svæði þar sem tilkynnt hafði verið um úkraínska dróna.
Fólk sem lifði af flugslysið lýsir því að hafa heyrt hvell, eða hvelli, áður en vélin hrapaði.
„Eftir hvellinn... þá hélt ég að flugvélin væri að detta í sundur,“ segir Subhonkul Rakhimov, einn af farþegunum, við Reuters.
„Það var augljóst að flugvélin hafi verðir sköðuð á einhvern hátt,“ bætti hann við. „Það var eins og hún væri ölvuð – ekki lengur sama vélin.“
Reuters hefur eftir Vöfu Shabanovu, öðrum farþega, að hún hafi heyrt tvo hvelli. Báðir farþegar segja að útlit hafi verið fyrir að súrefnisgæðin í vélini hafi dregist saman eftir hvellinn.
Flugþjónninn Zulfugar Asadov segir að flugvélinni hafi verið neitað að lenda í Grosní vegna þoku og því hafi flugþjónar ákveðið að taka auka hring, og þá hafi þrír hvellir ómað um vélina.
Reuters hefur eftir fjórum heimildamönnum sínum að vélin hafi verið skotin niður fyrir slysni af Rússum. Rússnesk stjórnvöld vilja að rannsókn fari fram áður en menn dragi ályktanir.