Fjöldinn nálgast 81 þúsund

Mannfjöldi á Arnarhóli.
Mannfjöldi á Arnarhóli. mbl.is/Ófeigur

Rúmlega 80.500 erlendir ríkisborgarar voru skráðir með búsetu á Íslandi 1. desember síðastliðinn, samkvæmt talningu Þjóðskrár Íslands. Með því er um fimmtungur íbúafjöldans af erlendu bergi brotinn.

Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2018. Hin hlutfallslega fjölgun er sérstaklega mikil eftir að farsóttinni lauk árið 2021 en þá hófst alþjóðaflug á ný. Jafnframt komu hingað þúsundir Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Úkraínumönnum á Íslandi hefur síðan fjölgað ár frá ári og voru þeir orðnir 4.834 talsins 1. desember síðastliðinn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert