Hringveginum lokað vegna umferðaróhapps

Hringveginum hefur verið lokað við Fossála.
Hringveginum hefur verið lokað við Fossála. Kort/Vegagerðin

Hringveginum var lokað vegna umferðaróhapps við Fossála, rétt vestan við Foss á Síðu, norðaustan við Kirkjubæjarklaustur, fyrir klukkan fimm í dag.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is. 

Búið er að opna aftur fyrir umferð, að sögn Garðars Más Garðarssonar, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á Suður­landi.

Tvær bifreiðar lentu saman

Tvær bifreiðar lentu saman með þeim afleiðingum að ekki var hægt að færa þær með góðu móti og lokuðu þær einbreiðri brú yfir Fossála. 

Hringveginum var aðeins lokað í stutta stund, en engin slys urðu á fólki, að sögn Garðars.

Hafði hann ekki upplýsingar um hvort um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða eða Íslendinga.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert