Hringveginum var lokað vegna umferðaróhapps við Fossála, rétt vestan við Foss á Síðu, norðaustan við Kirkjubæjarklaustur, fyrir klukkan fimm í dag.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.
Búið er að opna aftur fyrir umferð, að sögn Garðars Más Garðarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Tvær bifreiðar lentu saman með þeim afleiðingum að ekki var hægt að færa þær með góðu móti og lokuðu þær einbreiðri brú yfir Fossála.
Hringveginum var aðeins lokað í stutta stund, en engin slys urðu á fólki, að sögn Garðars.
Hafði hann ekki upplýsingar um hvort um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða eða Íslendinga.
Fréttin hefur verið uppfærð.