Hækkunin með öllu ólíðandi

Garðyrkjubændur eru uggandi yfir raforkuverði.
Garðyrkjubændur eru uggandi yfir raforkuverði. Morgunblaðið/Hari

Raforkukostnaður garðyrkjubænda sem treysta á raflýsingu við framleiðsluna hækkar um allt að 30% um næstu áramót.

Er þetta meðal þess sem fram kemur í ályktun sveitarstjórnar Hrunamannahrepps á fundi stjórnarinnar á dögunum. Segir jafnframt að staðan sé með öllu ólíðandi.

Þungar áhyggjur

„Sveitarstjórn Hrunamannahrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim gríðarlegu hækkunum á raforkuverði sem þegar hafa orðið og þeim viðbótarhækkunum sem boðaðar eru á næstu vikum.

Það er ljóst að kostnaður og þá ekki síst garðyrkjubænda sem treysta á raflýsingu við framleiðslu sína mun hækka um allt að 30% um næstu áramót.

Slíka hækkun geta garðyrkjubændur ekki borið án þess að hækka afurðaverð sitt til neytenda sem aftur getur orðið til þess að samkeppnisstaða innlendra framleiðenda verði verri en hún er í dag,“ segir meðal annars í ályktuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka