Ófært er um Dynjandisheiði á Vestfjörðum, Fróðárheiði á Vesturlandi og Breiðdalsheiði á Austurlandi.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar umferðin.is.
Varað er við snjóþekju eða hálku á flestum leiðum á Vesturlandi, þungfært er á Bröttubrekku.
Á Vestfjörðum er þæfingur, snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Þungfært er á Klettshálsi. Þá er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir svæðið eftir hádegi í dag.