Margir heimamenn og ferðamenn hafa gert sér ferð í Víkurfjöru rétt austan við Vík í Mýrdal til að skoða hval sem rak þar á land í gær.
Fréttaritari Morgunblaðsins mældi hvalinn í morgun og reyndist hann 14.5 metra langur og var sporðurinn tæpir 4 metrar.
Þá er einnig rekinn stór hryggjarliður úr stórhveli rétt hjá hvalhræinu.