Stærðarinnar borgarísjaki birtist Blönduósingum í miðjum Húnaflóa í nótt. Jakinn er talinn vera í fjögurra kílómetra fjarlægð frá Blönduósi og sést hann vel frá bænum.
Róbert Daníel Jónsson náði mögnuðum drónamyndum og -myndskeiðum af hafísnum. Róbert segir að jakinn sé líklegast fastur í stað. Því má gera ráð fyrir að hann bráðni þar sem hann er.
Þegar mbl.is hafði samband við Veðurstofuna sagði veðurfræðingur að enginn tilkynning hefði borist um jakann.