Borgarísjaki birtist óvænt við Blönduós

Stærðarinnar borgarísjaki birtist Blönduósingum í miðjum Húnaflóa í nótt. Jakinn er talinn vera í fjögurra kílómetra fjarlægð frá Blönduósi og sést hann vel frá bænum. 

Róbert Daníel Jónsson náði mögnuðum drónamyndum og -myndskeiðum af hafísnum. Róbert segir að jakinn sé líklegast fastur í stað. Því má gera ráð fyrir að hann bráðni þar sem hann er.

Þegar mbl.is hafði samband við Veðurstofuna sagði veðurfræðingur að enginn tilkynning hefði borist um jakann.

Jakinn vakir yfir Blönduósi.
Jakinn vakir yfir Blönduósi. Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson
Að baki borgarísjakans sést Vatnsdalsfjall undir sólarupprás.
Að baki borgarísjakans sést Vatnsdalsfjall undir sólarupprás. Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert