Spá ágætis veðri á gamlárskvöld

Frost getur farið niður fyrir 20 stig í nótt.
Frost getur farið niður fyrir 20 stig í nótt. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir ágætis veður á gamlárskvöld á sunnanverðu og vestanverðu landinu. Spáð er rólegri norðaustan átt, kulda og bjartviðri. Búist er við að það verði léttskýjað á Suður- og Vesturlandi en smá él á norðaustur- og austurlandi. 

Þetta segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Spáð er minnkandi norðlægri átt í dag og draga fer úr éljum á Norðurlandi. Það er kalt víðast hvar á landinu og verður þannig áfram. Haraldur segir að frost geti farið niður fyrir 20 stig í innsveitum í nótt. 

Spáð er austlægri eða breytilegri átt á morgun þar sem vindstig getur verið 5-13 m/s og víða ofankoma, einkum fyrripart dags. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert