Síðustu tveir dagar ársins eru að jafnaði þeir annasömustu í áfengisverslunum ríkisins.
Dagarnir á milli jóla og nýárs eru almennt þeir söluhæstu þegar kemur að freyði- og kampavíni í vínbúðunum en dagurinn í dag, 30. desember, er að jafnaði sá söluhæsti í þeim vöruflokki.
Þetta segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við mbl.is.
Sölutölur liggja ekki fyrir fyrr en eftir áramót en allt bendir til þess að landsmenn séu jafn þyrstir í freyði- og kampavín og undanfarin ár.