Raskanir á innanlandsflugi vegna veðurs

Snjóhreinsun á Reykjavíkurflugvelli.
Snjóhreinsun á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Seinka þurfti tveimur innanlandsflugferðum í morgun vegna snjókomu en annars gengur starfsemi vel á Reykjavíkurflugvelli. Ekki er gert ráð fyrir frekari töfum í dag.

Þetta segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is.

Seinka þurfti flugi til Egilsstaða og Akureyrar en brottför á báðum flugferðum seinkaði um 40-50 mínútur.

Ekki búist við frekari töfum

Snjó hef­ur kyngt niður frá því í nótt og á Keflavíkurflugvelli urðu einhverjar tafir á flugumferð.

Er búist við einhverjum seinkunum á flugáætlun í dag?

„Nei, það er ekki búist við því,“ segir Guðni um innanlandsflugið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert