Villta vinstrinu var hafnað

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, Svandís Svavarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, Svandís Svavarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Eyþór

Kosningaúrslitin eru lesendum í fersku minni. Samfylking varð stærstur flokka á þingi, en aðeins með 21% fylgi og 15 þingmenn. Hún setti þannig einhvers konar met, því stærsti flokkur á þingi hefur aldrei verið minni!

Sjálfstæðisflokkurinn vann frækinn varnarsigur, hlaut 19% og missti aðeins tvo þingmenn. Svo komu Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkur með miðlungsfylgi, en Framsókn rak lestina með 8% og missti alla forystumenn nema Sigurð Inga Jóhannsson af þingi.

Hins vegar voru tíðindi í því hverjir ekki náðu kjöri. Vinstri grænir féllu, en það gerðu Píratar líka og Sósíalistaflokkurinn var talsvert frá að ná inn. Villta vinstrinu var þar hafnað á einu bretti. Í því felast skýr skilaboð, hvað sem öðru líður.

Hægribylgja en Viðreisn leitaði til vinstri

Annað er óljósara. Vilji menn telja Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Viðreisn saman til hægri náðu þeir samtals 47% (og þingmeirihluta). Það er einhvers konar hægribylgja þótt Viðreisn hafi á endanum kosið að leita til vinstri.

Eða á endanum? Skjótt var byrjað að ræða um að „valkyrjurnar“ ættu sérstakt erindi saman og ekki að efa að þær Kristrún, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland eiga skap saman.

En það er erfitt að verjast þeirri tilhugsun að þar hafi fyrri þreifingar Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknar haft sitt að segja. Og svo kemur í ljós hversu vel varadekkið reynist.

Full­trúi rit­stjórn­ar Morg­un­blaðsins fjall­ar um árið í stjór­mál­um sem senn er á enda í Tíma­mót­um, ára­móta­blaði Morg­un­blaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert