28 stiga frost í Svartárkoti

Það mælist 28 stiga frost í Svartárkoti.
Það mælist 28 stiga frost í Svartárkoti. mbl.is/Karítas

Fimbulkuldi mælist víðs vegar á landinu og mælist 28 stiga frost í Svartárkoti í Bárðardal á Norðausturlandi.

Þetta segir veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Hann segir að það verði mikill kuldi á nýársnótt þó það dragi aðeins úr honum á morgun. Þá segir hann jafnframt að á Mývatni mælist um 26 stiga frost.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert