Fjórtán brennur á höfuðborgarsvæðinu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Á höfuðborgarsvæðinu verða fjórtán áramótabrennur í dag og í kvöld. Veðurútlit er ágætt fyrir kvöldið og er fólk hvatt til að nota hlífðargleraugu.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan bendir á að við brennu og í næsta nágrenni við hana er öll meðferð flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af vegna ferils þeirra eftir tendrun bönnuð. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys.

Flestar brennur í Reykjavík

Tíu áramótabrennur í Reykjavík:

  1. Við Ægisíðu, lítil brenna, klukkan 20:30.
  2. Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, klukkan 21:00.
  3. Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
  4. Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, klukkan 20:30.
  5. Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, klukkan 20:30.
  6. Við Stekkjarbakka, lítil brenna, klukkan 20:30.
  7. Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, klukkan 20:30.
  8. Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, klukkan 20:30.
  9. Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, klukkan 20:30.
  10. Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna klukkan 20:30.

Áramótabrenna á Álftanesi:

  • Á bökkum við Gesthús, lítil brenna, klukkan 20:30.

Áramótabrenna í Garðabæ:

  • Sjávargrund, lítil brenna, klukkan 21:00.

Áramótabrenna í Mosfellsbæ:

  • Neðan Holtahverfis við Leirvog , lítil brenna, klukkan 16:30.

Áramótabrenna á Seltjarnarnesi:

  • Á Valhúsahæð, lítil brenna, klukkan 21:00.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert